Mara

de Skálmöld

núna sefur dóttir þin á meðan nóttin færist yfir
norðanvindur úti blæs og frostið bitur allt sem lifir
fjölskyldan í baðstofunni þar sem fann ég ykkur sitja
þið voruð falleg og hraust
er inn um búrið ég braust
ég vildi barnsins litla vitja

mara
mara
þið voruð falleg og hraust
er inn um búrið ég braust
ég vildi barnsins litla vitja
mara

vafði hana örmum og hún vissi ekki meira
veinið ó svo ósköp lágt, en þu áttir samt að heyra
örvænting og grátur hræddu alla milli stafna
þid sátud öll þar í kring
þid genguð hring eftir hring
og sáuð hana loksins kafna

mara
mara
þid sátud öll þar í kring
þid genguð hring eftir hring
og sáuð hana loksins kafna
mara

barnið dó í höndum mér, ég burtu fór í snatri
börðust hjörtu ykkar full af angist, sorg og hatri
ég er illur óþverri og gleðst er aðrir gráta
núna geng ég á burt
þid getið spurninga spurt
en ég er spádómur og gáta

mara
mara
núna geng ég á burt
þid getið spurninga spurt
en ég er spádómur og gáta
mara

Más canciones de Skálmöld