Friðþæging blýþungra hjartna

de Misþyrming

Dans örvinglaðra anda
undir festingu fjörvana stjarna.
Ellin dregur dauðann á langinn.
Aðframkomið hold
verður frjóvgandi mold
fyrir ættliði volaðra ævidaga.
Þeir þrá að sleppa frá eymd sinni
en stjörnurnar reynast of fjarlægar…

Ættliður helgra afglapa, velkist í frelsarans nafni.
Hátt stíga eldar í neðra, uppljómun morugra hvela.
Tár iðrunar falla til fóta, friðþæging blýþungra hjartna.
Fár volaðra lima og anda, skuggsjá hins himneska Herra.

Vonin smýgur þeim úr greipum,
uppljómun spírals blýþungra hjartna
óslitin hringganga helgispjalla
um ókomna tíð.
Aðframkomið hold
verður frjóvgandi mold
fyrir ættliði volaðra ævidaga.
Eldur, hlána, járn, kal
og þreifandi myrkur er það
sem koma skal.

Más canciones de Misþyrming